
Nú hefur Metamótsnefndin hafið störf sín og er undirbúningur kominn á fullt skrið. Ljóst er að mótið verður með glæsilegasta móti, eins og verið hefur. Gaman er að segja frá því að ákveðið hefur verið að bæta við nýrri keppnisgrein sem kallast Kappreiðarstökk en nánari útfærslur á þessu verður tilkynnt þegar nær dregur.