• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Keppnisnámskeið I – styttri útgáfa

Skrifað þann Janúar 09 2022
  • Print
  • Netfang

Valdís BjörkKeppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á keppni á vetrarleikum, firmakeppni og innanfélagsmótum.

Hugsað fyrir nemendur sem eru t.d. að stíga sín fyrstu skref í keppni, nemendur sem eru að koma sér aftur af stað í keppni og nemendur sem ætla að keppa í léttari keppnisgreinum t.d. T7, T4 og V5.

Námskeiðið hefst sunnudaginn 16.janúar og er kennt fram í mars.

Kennt verður bæði í Húsasmiðjuhöll og Samskipahöll.

Kennt verður á sunnudögum, í 8 skipti.

Kennsla fer fram í tveggja manna tímum í 45mín.

Kennari er Valdís Björk Guðmundsdóttir, reiðkennari.

Auk verklegrar kennslu verða haldnir fyrirlestrar með dýralækni, fóðurfræðingi og íþróttasálfræðingi. Fyrirlestrarnir eru sameiginlegir með Keppnisnámskeiði II. Dags- og tímasetningar á fyrirlestrunum verða sendir út í lok janúar.

Fyrirhugað var að skráning færi fram í gegnum nýtt forrit, Sportabler, en vegna tæknilegra örðugleika mun skráning fara fram í gegnum tölvupóstinn fraedslunefnd@sprettarar.is.

Skráning er opin og stendur til föstudagsins 14.janúar. Verð er 35.000kr.

 

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald